Tveir drepnir í Mogadishu fyrir að horfa á knattspyrnu
Hermenn íslamista í Sómalíu drápu tvo í höfuðborginni Mogadishu þegar þeir ætluðu að tvístra hópi manna sem horfði á leik í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í gær. Klerkastjórnin í borginni hefur bannað allt áhorf á afþreyingu í sjónvarpi og kvikmyndahúsum eftir að lög kóransins, sharia, voru tekin þar upp.
Hópur unglinga neitaði að sögn að yfirgefa kvikmyndahúsið þar sem leikur Þýskalands og Ítalíu var sýndur og hófu uppreisnarmennirnir þá skothríð með þeim afleiðingum að eigandi kvikmyndahússins og stúlka létust.
Til baka Senda frétt Prenta frétt Leita í fréttum mbl.is Blogga frétt
Tengdar vefleitir:
Sómalía uppreisnarmaður knattspyrna Kóraninn sjónvarp kvikmyndahús hermaður
Mbl.is: Hafðu samband, Um mbl.is, SMS fréttir, WAP þjónusta, Fréttir í tölvupósti, Netauglýsingar, Gera mbl.is að upphafssíðu, Veftré. Morgunblaðið: Gerast áskrifandi, Auglýsingar, Starfsfólk og deildir, Sækja um starf. Slóð:
http://www.mbl.is//mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1210815Skoðað: 2006-07-07 06:54
© mbl.is/Árvakur hf
© mbl.is/Árvakur hf, 2006