Lýstu vinnustaðnum þínum :)
Ég er að vinna í Krónunni sem er alveg mjög fínn vinnustaður. Mjög fínt starfsfólk og gaman að chilla með þeim. Samt eitt ömurlegt maður má aldrei vera að chilla neitt. Kannski búið að vera brjálað að gera í 2 - 3 tíma stanslaust og ætlar kannski að fá sér ferskt loft. En neiii.. þá þarf maður alltaf vera að gera eitthvað. Svo þegar maður VERÐUR að fara að fá sér frískt loft þá VERÐUR maður að nota kaffipásuna til þess annars er það bara bannað.
Ég held að það sé bara vegna þess að allir eru skíthræddir við verslunarstjórann. Hann vill alltaf að allir séu að vinna, geri það hratt, og séu bara nonstop að vinna.
Svo hef ég heyrt af vinnustöðum að fólk er bara að chilla.. má fara í pásur hvenæar sem það vill og er bara í fínu chilli að fylla á eða gera eitthvað en hjá mér þá þarf maður alltaf að vera búinn að öllu fyrir einhvern tíma. Eins og verslunarstjórinn segir: Fylltu á allan mjólkurkælirinn innan við 10 mínútna og ég er bara SHIITT og dríf mig í að gera það.
En svo þegar hann fer um 4 leitið þá tekur maður því aðeins rólegra en ef maður tekur því of rólega þá talar verslunarstjórinn við mann og segir að hann hafi verið að skoða myndavélarnar og að ég hafi verið að hanga of mikið.
Hann er semsagt alltaf að skoða myndavélarnar og eitthvað haha..
Langaði að deila þessu með ykkur.. en hvernig er ykkar vinnustaður ?