Hljómar nú eins og power supply-ið hjá þér hafi brunnið yfir eða sprungið eðe hvernig sem þú vilt orða þetta. Getur bara keypt nýtt, myni líka bara kaupa á íslandi nýtt power supply og þá geturðu tengt úr rafmagnsinnstungu og í aflgjafann með venjulegri snúru ef þú kaupir nýjann hér á landi. Er nær handviss um að það á engin áhrif að hafa á vélbúnað þó skipt sé um úr amerískum aflgjafa og yfir í evróskann. Þó er ég ekki viss þar sem að þær tölvur sem ég hef sett upp og gert við hafa allar verið með svona þessu venjulega aflgjafa eins og við þekkjum hér á íslandi.
Annars var ég einusinni í vinnunni (engin tölvutengt vinna samt) og þá kom yfirmaðurinn til mín og spurði geturðu aðeins kíkt inná skrifstofu. og ég fór og þá sagði hann mér að hann væri farinn að halda að aflgjafinn væri ónýtur þar sem að tölvan var alltaf að drepa á sér í tíma og ótíma og svo gat hann alldrei kveikt á tölvunni í smár tíma eftir það og svo allt í einu small hún í gang. Ég spurði hann hvort hann hafi eitthvað nýlega verið að færa tölvuna eitthvað, já hann hafði verið að færa hana og setja á annan stað á golfinu undir skrifborðinu (turnvél) ég opnaði þá tölvuna og sá það að það lá einhver kapall frá harðadisknum í örgjörvaviftunni þanni að örgjörfinn fékk enga kælingu og fór þess vegna að drepa á sér. Ég fjarlægði kapalinn og tölvan sló ekki feilpúst eftir það.
Ertu búinn að prufa eitthvað annað, t.d. eitthvað eins og þetta. Það þarf ekki alltaf að vera aflgjafinn þó maður haldi það :)
Cinemeccanica