Verð bara aðeins að tjá mig um það sem ég sá þegar ég kom heim rétt áðan.

Ég og pabbi skruppum aðeins með drasl í Sorpu. Þegar við komum til baka sáum við helling af arfa og þannig drasli á gangstéttinni, byrjaði hjá okkur og var síðan niður eftir (séð frá mínu húsi).

Svona 20m frá var einhver manneskja, sýndist þetta vera gráhærð kona, að róta öllu “gróðrinum” sem er á milli gangstéttarbrúninnar og gangstéttinni sjálfri.

Málið var að þetta var ekki neinn borgarstarfsmaður eða neitt þannig heldur einhver “nutjob” ef ég leyfi mér til að sletta aðeins. Svo nokkrum mínútum seinna var hún bara horfin. Var ekki lengur í hverfinu.
Einhver manneskja sem ákvað bara allt í einu í miðri götu að reita allt upp fyrir framan 6 hús.

Hvort hún var með verkfæri eða ekki er ég ekki viss um.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”