Gaaahhh fóbía er alltof ofnotað orð. Innan við eitt prósent af þeim sem hafa svarað hérna eru með alvöru fóbíu. Líklegast.
Annars er ég ekki með neina fóbíu held ég. Stundum er ég samt skíthrædd við fljúgandi skordýr. Ekki samt venjulegar flugur eða fiðrildi eða eitthvað, heldur svona stór feit fljúgandi skordýr. Hunangsflugur til dæmis. Þegar ég sé svoleiðis eða finnst ég heyra í þeim, fæ ég klígju og líður ótrúlega illa.
Það flaug líka einusinni risastór bjalla(eða eitthvað, veit ekki hvað þetta var) inná hótelherbergið mitt á Portúgal. Ég panikkaði, læsti mig inná klósetti í einhvern tíma og grét þar og öskraði. Kom svo í ljós að ég fékk vægt taugaáfall.
Er varla með fóbíu samt, er bara frekar slæm á taugum að eðlisfari.