Janúar 2004 [rétt áður en ég varð 14] var ég með blóðskort.
Ég er ekki alveg viss hvað það er nákvæmlega en maður á að vera með amk 118 af einhverju í blóðinu, ef maður fer niður fyrir 80 eða 70 þá er maður bara sama sem dauður, þá er ekki nóg blóð í þér til að halda þér lifandi.
Allavega, ég var í skólanum á miðvikudegi, niðri á nestisganginum nýbúin að kaupa mér í sjoppunni og er labba til vinkvenna minna þegar mig byrjar að svima og ég gríp bara í næsta stól, sé ekkert og get varla staðið. Þetta stendur yfir í svona mínútu, ég sé í alvöru ekkert. Ekkert smá fríkí.
Svo kemst ég að borðinu og sest niður og set hausinn niður til að ná svimanum úr mér. Vinkonur mínar segja mér að ég sé orðin frekar föl og seinna þennan dag fer ég fyrr heim úr skólanum af því að mig svimar svo.
Næstu fimm daga ligg ég bara í rúminu, get varla hreyft mig úr máttleysi, rétt svo get labbað fram á bað sem er svona fimm skref frá herberginu mínu. Verð meira að segja þreytt við þá litlu áreynslu, borða lítið, kem varla neinu ofan í mig.
Loksins á mánudagskvöldið er mömmu hætt að lítast á málin þannig að hún fer með mig upp á spítala. Þess má geta að ég átti heima 3. hæð í blokk og það eru 32 tröppur niður og ég stoppaði 6 sinnum til að hvíla mig. Í bílnum hósta ég smá og æli örlítið, voðalega gaman.
Þegar ég kem upp á spítala er tekin blóðprufa og ég beðin að pissa í glas og eitthvað og svo förum við aftur heim. Varla búin að leggjast í rúmið [hafði ekki einu sinni orku í að klæða mig úr skóm eða úlpu] þegar að spítalinn hringir og segir mömmu að koma með mig strax
Mamma fær náttúrulega áfall og drífur mig af stað [í þetta skiptið studdu hún og pabbi mig niður allan stigann í einni ferð, hálfhéldu bara á mér] og bruna með mig á spítalan þar sem er tekið á móti mér með hjólastól og farið með mig upp á barnadeild þar sem ég og mamma fáum herbergi.
Þetta var líklega um 23 leytið. Ég gat ekki sofnað af því að ég vissi ekki hvað var að gerast og var hálfhrædd og fárveik.
Kemur ekki bara í ljós að ég var komin niður í 92 í þessu sem ég minntist á áðan með blóðið.
Um 3 leytið eru þau loksins búin að finna blóð í mínum flokki til að dæla í mig og þá er komið fyrir nál í handleggnum á mér og blóðinu hægt dælt í. Ég hresstist ekkert smávegis við þennan eina poka sem ég fékk.
Daginn eftir er mér rúllað út um allt í rúminu, fer í allskonar rannsóknir og sónar. Get ennþá varla labbað þó svo að ég sé búin að fá heilan poka af blóði.
Seinna á þriðjudeginum fæ ég svo annan poka af blóði. Loksins farin að hressast, búin að fá heimsóknir, búið að leigja myndir og kaupa nammi handa mér og svona, bara dekrað við mann.
Svo loksins á miðvikudaginn eftir mikla hvíld og tvo poka af blóði get ég loksins farið að labba eðlilega og þá stoppaði ég sko ekki! xD Gaman að geta labbað.
Svo fór ég heim á fimmtudeginum, kom aftur í smá rannsókn á föstudeginum og fór svo bara heim eftir það.
Vá, langt O_O Þetta var allavega það versta sem ég hef lent í held ég… Ekki sniðugt að vera nær dauða en lífi og geta varla labbað.