Með byssu í hönd þegar þú átt að vera að verja föðurland þitt er það skynjun þín, skylda og heilbrigð ákvarðanataka sem stjórnar því hvort þú skýtur af byssunni eða ekki.
Þú getur skotið af byssu og fengið byssuleyfi en ekki á meðan þú ert undir áhrifum áfengis eða annarra bímugjafa.
Þú átt að hafa hæfileika og getu til þess að geta skotið af byssunni án þess að valda öðrum skaða. Skotveiði er líka áhugamál en gefur þér ekki leyfi til þess að skjóta af byssu hvar og hvenær sem er, svo fullyrðingin um að maður megi skjóta af byssu átján ára á því ekki fullan rétt á sér.
Margir eru nógu skynsamir og skýrir í kollinum átján ára gamlir til þess að geta tekið ákvörðun um það hvert það vill stefna í lífinu og með hverjum.
Margir hverjir og flestir eru vel hæfir og meira, til þess að aka bifreið og þá ekki undir áhrifum nokkurs konar vímugjafa, það er heilbrigð skynsemi, hæfileikar og ákvarðanataka sem stjórnar því hvernig þú keyrir bíl og hvort þú ert hæfur til þess. Það eru það margir átján ára gamlir en alls ekki allir, það hefur sýnt sig.
Það eru ekki flestir skemmtistaðir sem hleypa átján ára einstaklingum þar inn, þeir eru miklu fleiri með aldurstakmarkið tuttugu ár.
Þau áhrif sem að vúmuefni og áfengi hafa í för með sér eru oft svo slæm og hræðileg að það er bara ekki hægt að réttlæta það að einstaklingar undir tvítugu hafi rétt á að neyta þess þegar það hefur sýnt sig svo oft að einstaklingar undir þeim aldri eru margir hverjir algerlega óhæfir um að halda stjórn á sér undir áhrifum, þetta fólk er líka óheflað og ævintýragjarnt og oftar en ekki tekur það ekki þá ábyrgð sem það á að axla undir áhrifum sem leiðir til einhverra slæmra atburða oftar en ekki.
Þetta á auðvitað ekki við um alla að sjálfsögðu en þegar það er svo mikið um slæmar afleiðingar hjá fólki á þessum aldri hvað á þá að gera? Leyfa þessum hópi að stækka og valda meiri skaða, sjálfum sér og öðrum?
Þetta eru annars bara pælingar og er öllum velkomið að leiðrétta mig eða benda mér á eitthvað.