Þið áttið ykkur á því að svona flokkur þyrfti að berjast fyrir því að fá bara einn mann á þing? Hvernig er það að “taka yfir landinu?” Ég veit um marga innflytjendur sem byrja að tala algjörlega íslensku (án þess að þurfa að bjarga sér t.d. með ensk orð á milli) eftir aðeins 3-4 ár. Ekki aðeins er tungumálið okkar mjög flókið heldur er kennslan frekar takmörkuð og léleg, ásamt því að margir hafa varla efni á því.
Svo verður maður að passa sig á því að rugla ekki saman erlent vinnuafl og þá sem flytja hingað í þeim tilgangi að búa hérna til framtíðar með ríkisborgararétt og allan pakkann. Ég hélt einu sinni að Íslendingar væru góðir gestgjafar, en það er greinilega bara þegar það eru túristar að eyða peningum hérna. Ef það eru útlengingar sem eru að berjast við það að byggja sér líf hérna á þessu skeri með óteljandi margar hindranir þá virðast fordómarnir og skítkast taka yfir.
T.d. 1/4 þjóðarinnar vilja ekki hafa múslima í nágrenninu og margir tala jafnvel um að banna þeim að byggja sér moskvu. Hvað er málið? Í stað þess að stilla sér upp á móti innflytjendum þá næst betri árangur með því að hafa opið hugarfar og vinna með þeim í fjölbreyttu samfélagi. Einnig þá áttar maður sig á óteljandi mörgum neikvæðum atriðum sem eiga við land og þjóð, sem innflytjendur geta bent manni í nútímalegu fjölmenningarsamfélagi. Ég vissi t.d. ekki að Íslendingar væru mjög fordómafullir og andlega lokaðir fyrr en ég kynntist innflytjendum. Af hverju ætli það séu svona margir alkar hérna? Nei það hefur aldrei verið fundið gen sem breytir manni í alka, ástæðan er líklega sú að við erum jafn köld í sálinni og litla skerið okkar er. Því miður.
Sem meðal annars kemur á neikvæðum hugsunarhætti. 1000x oftar heyrir maður neikvæðar athugasemdir um útlendinga en jákvæðar. Ef maður leitar betur með opnu hugarfari þá kemst maður að því að innflytjendur hafa gert óteljandi marga jákvæða hluti fyrir land og þjóð. T.d. bara það að okkur væri byrjað að fækka ef við hefðum ekki fengið neina innflytjendur seinustu árin, þá hefði komið efnahagsleg kreppa og við værum ekki hérna á Huga að dissa innflytjendur á háhraða interneti. Innflytjendur eru nánast ósýnilegir þegar kemur að öðrum þáttum en sérstökum umfjöllunum. Hefur einhver stjórnmálaflokkur sett innflytjendur á framboðslista? Það væri fínt að hafa þá á þingi, þó það væri ekki nema bara einn. Innflytjendaflokkur gæti komið slíkum manni, sem er mjög sjálfsagt á meðan hinir flokkarnir eru ekki til í það.