Áfengi og sígarettur eru meira ávanabindandi en meirihluti ólöglegra fíkniefna. Þetta er efnafræðileg staðreynd. Hinsvegar er munurinn kannski sá að þar sem ólöglegu efnin eru meira taboo í þjóðfélaginu, að einstaklingar sem glíma við ýmsa erfiðleika eru líklegri til þess að leita til þeirra en aðrir. Svo er í gegnum forvarnarstarf auðvitað haldið því fram að það sé alltaf öfugt, að flestir séu saklausir og heilbrigðir þanga til þeir prófuðu fíkniefni einu sinni og eyðilögðu líf sitt.
Slík dæmi eru mjög sjaldgæf og ættu alls ekki að vera bókardæmi, eða í raun öfgafullur og rangur áróður sem ungmenni fá í hendurnar í dag. Svo hefur maður reglulega séð starfsmenn í meðferðargeiranum tjá sig um það að verstu dæmin sem þau hafa fengist við eru oftast alkarnir. Svo er líka mikilvægt að átta sig á því að þegar það er rannsakað áhrif fíkniefna á mannslíkamann þá er viss þrýstingur að útkoman sé í samræmi við pólitíska rétthugsun. Ásamt því að meirihluti þeirra sem taka þátt í slíkum rannsóknum eru miklir fíklar, þar sem þeir sem eru aðeins að fikta eru ekki jafn ákafir að koma með neysluna í dagsljósið. Augljóslega er staðan allt önnur með áfengi, allir sem bragða áfengi taka þátt í slíkum rannsóknum.
Gott dæmi er hassið, að það geti steikt í manni heilann. Nánast undantekningalaust er slík skaðsemi fundin hjá svokölluðum dagreykingarmönnum. Sá sem notar hass hóflega sem vímugjafa (eins og flestir fara með áfengið) eru í miklu minni líkum á að valda sér skaða en þeir sem kjósa að drekka. 1,8 milljónir manna láta lífið árlega vegna áfengis, jafn margir og látast í umferðinni. Ég hef ekki séð opinbera tölu fyrir Ísland en miða við fjölda þeirra sem drekka hér á landi ættu það að vera u.þ.b. 100 manns á ári.