Þá ætla ég að segja hvað mér finnst up PSP.
Fancy grafík og allt það er ekki eitthvað sem gerir upp góða leikjatölvu. Tæknin sjálf er ekkert eldri en tæknin sem er notuð í Nintendo DS. Nintendo DS er ódýrari einungis vegna þess að hlutirnir sem í henni eru ódýrari, ekki vegna þess að þeir eru eldri. Má ég til að mynda benda á að PSP kom á markað tæplega 20 dögum eftir að DS kom fyrst á sjónarsviðið? Þú getur ekki einfaldlega sagt að hún sé gömul þar sem hún er ekkert eldri en keppinauturinn.
Svo er það með leikina. Jújú, PSP hefur nokkra ágætis leiki, en úrvalið í hana kemst ekki með tærnar þar sem úrvalið í DS hefur hælana. Flottari leikir er ekki það sama og betri leikir.
Það eina sem PSP hefur fram yfir DS er að það er miklu einfaldara að downloada leikjum og spila þá í henni án þess að kaupa. En 30 downloadaðir meðalleikir komast ekki nálægt því sem ég fæ út úr mínum 10 keyptu DS leikjum.