Ég set þetta inn á nöldur af því að ég veit að fólki líkar ekki að maður setur svona “segja frá” hluti á almennt… Vil bara biðja ykkur um að slepa skítkastinu svo ég geti jafnað mig fyrr.
Í dag þá lenti ég í hræðilegri lífsreynslu, núna síðastliðið ár hefur stjúpi minn níðst á mér, og núna. Þá fór hann og lamdi bróðir minn, ekki af því að hann átti það skilið, heldur af því að hann sá hann kasta hlut í litla bróðir okkar.
Mér hefur aldrei liðið svona illa. Aldrei.
Og það versta var, að ég gat ekki gert neitt.
Mamma gerði heldur ekki neitt. stóð bara og horfði á á meðan e´g öskraði á þá og bað þá að hætta. á endanum greip ég litlu bræður mína hljóp inn í herbergi og grét. ég gat ekki gert að því. ég grét því að hann valdi frekart hann heldur en mig. Mig langar það ekki. Hann á það ekki skilið.
Núna, þá titra ég. Og mér er sama þó að stjúpi minn kom inn og sagði fyrirgefðu, við höfum sæst.
Að sættast… HVað er það. Maður sættist ekki sísvona við einhvern sem maður lagði hendur á.
Ef þið vitið eða hafið lent í, lendið í heimilisofbeldi.
Látið vita, því það verður, sama hvað það er slæmt, alltaf sárt.
-Kristjana, sem hættir lífi sínu svo aðrir þurfa ekki að þjást.