Ef að ég kæmist í svoleiðist aðstæðum, þá efast ég um að ég myndi gefa mér tíma í að segja við bílstjórann að hann ætti að keyra lambið niður. En ef að ég myndi gera það, og bílstjórinn hafa tíma til þess að taka mark á mér. Þá fer ég að efast um að tíminn hafi verið svo naumur.
Það er nefnilega þannig að þegar lömbin verða vör við bíl, þá hlaupa þau í burtu. Beygja kannski ekki útaf alveg strax en þau reyna að forða sér. Bílstjórinn á auðvitað að reyna að hægja á bílnum, ekki aka bara á lambið og halda áfram.
Annars þá keyra fæstir voðalega hratt á sveitavegum, og þeir sem að gera það, ættu kannski að hugsa aðeins áður en þeir gera það næst. Þótt ótrúlegt megi virðast þá má búast við kindum uppi í sveit, rétt eins og það er hægt að búast við snjó á veturna.