Rétt í þessu var ég að fá skilaboð frá númerinu 6977399 og í þeim stóð orðrétt:
Hæ, ég var að sjà ad èg spila hàlf tvö à sunnudaginn sem þýðir að ég verd búinn um sex. Alveg plenty tîmi ef þù ert game þà ? Hvernig er planið þitt ? : )
Rosalega áhugavert. Ég lenti líka einusinni í því að í heilt ár var einhver handviss um að ég væri einhver annar en ég er, og var stanslaust að senda mér sms. Ég sendi stundum sms tilbaka um að þessi manneskja væri að senda eitthvert skakkt, og fékk venjulega “Ó, úps fyrirgefðu” svar. Nokkrum dögum síðar hélt manneskjan áfram að senda mér og þannig gekk það. Ég hætti samt fljótlega að tíma að eyða inneign í að svara þessu, og sem betur fer hefur þetta hætt. Þett fór jú vel í taugarnar á mér.
Er einhver hérna sem lendir stundum í svipuðu?