Er það bara ég eða er Digital Ísland búið að loka fyrir allar stöðvar sem sýna frá HM? Ég er með einhvern Evrópu-pakka og ég ákvað að kíkja á stöðvarnar og allar stöðvar sem stóð í bláa dagskrákassanum eitthvað sem hljómaði einsog fótbolti, HM eða WM, var lokuð stöð.
Stöðvar sem ég hef horft á áður, einsog t.d. Sænska ríkissjónvarpið.
Er þetta ekki bannað? Er þetta ekki brestur á samningi sem ég gerði við þá þegar ég gerðist 12mánaða áskrifandi. Má ég ekki henda þessum afruglara í andlitið á þeim og rífa samningin?