Ég er líka með dyslexíu, og hef átt í erfiðleikum með stafsetninguna mína, það sem hefur hjálpað mér eru einkatíma frá því að ég var í grunnskóla, lesa bækur (ekki eftir Halldór Laxnes samt) og já leggja hart að mér í þessu.
Það er ekki þér að kenna að þú ert með dyslexíu (kennarar vilja frekar kalla þetta dyslexíu heldur en lesblinda, vegna þess að þetta tengist ekkert blindu eða geta ekki lesið) en það er tvennt sem maður getur gert
a) Alltaf að afsaka sig fyrir lélega stafsetningu og væla yfir því að fólk sé að kvarta yfir stafsetningunni
b) Farið og gert eitthvað í málinu
Ef þú ert með sjónnminni eins og ég, þá er mjög gott að lesa mikið af bókum því að þá festist orðin í manni betur.
En það fer allt eftir einstaklingi hversu erfitt það er að læra þetta, þvi jú allir eru með mismikla dyslexíu örðuleika, ef ég get orðað það þannig, einnig eru mismunandi dyslexíu.
T.D. ég á mjög erfitt með að læra tungumál, en á alveg skítlétt með stærðfræði og get lagt mest alla bók á minnið þótt að ég les hana einu sinni degi fyrir próf, en vinur minn er akkurat öfugt, hann getur ekki lært stærðfræði, það er bara ómögulegt fyrir hann, en hann á skítlétt með tungumál, skrifar óvenjugóða stafsetningu.
Já, bottom line er að fara og gera eitthvað í málinu ekki að vera væla alltaf hreint og sitja og benda á að maður er með dyslexíu, hjálpar líka í framtíðinni að kunna stafsetningu
Ég veit náttúrulega sjálfur að það leynast ef til almargar villur hjá mér, en það verður bara að hafa það, ég hef batnað með árunum, og ætla að reyna að fara batnandi :)
Batnandi mönnum fer best lifa eða hvernig sem málshátturinn var :)