Nei! Það er aldrei réttanlegt að taka líf! ALDREI. Þessir menn eiga líka ástvini, og veistu hvað það er erfitt að missa ástvin? Ef þú veist það, þá skilurðu það. Alveg sama hve ógeðfelld manndráp, nauðganir eða pyndingar sem þessir menn hafa framið þá eru þeir samt sem áður menn, ekki einhverjir krókódílar sem hægt er að sturta niður í holræsin.
Veistu, ég hef heyrt það versta af öllu því versta sem hægt er að heyra. Veistu hvað það er erfitt að heyra lítið barna segja sér að sér hafi verið nauðgað? Varla. Ég veit það. ÞAð er drulluerfitt að heyra svona lagað, en það er eitthvað sem er búið og gert. Það eina sem hægt er að gera núna er að veita áfallahjálp og sáluhjálp til þeirra sem þurfa hana og svo læsa þessa menn inni. Ekki drepa, því að morð er aldrei réttlætanlegt.
Sumum er hægt að hjálpa. Það eru nokkrir hvítir sauðir meðal þeirra svartra. Sumt er bara gert í stundarbrjálæði meðan annað er gert til að svala kynlöngunum. Þessir glæpir eru viðurstyggilegir, en það er ekki þess virði að taka líf fyrir. Ég vil sjá þyngri dóma, en ég vil ekki sjá fleiri morð framin í nafni réttlætisins. Það fellst ekkert réttlæti í því að taka líf.