djöfull er pirrandi að í vinnunni minni þá þarf maður að segja ''daginn eða góðann daginn svona 2500 sinnum og svo er alltaf eikkað fólk sem að svarar manni ekki….
kurteisi borgar sig:D.. en annars ekki láta fólk sem ekki segir hæ eða góðan daginn gera þig bitran.. lífið er of stutt brostu bara til þeirra og reyndu að hressa upp á liðið
Haha, það er gaman að sjá gamalt fólk labba (var að labba götuna sem liggur niður úr kringlunni að sjónum þar sem strætóarnir voru), þar var gömul kona ein labbaði geðveikt hægt, maður gat ekki gert annað en að segja góðan daginn, (ég)glotti út í annað. Svo leit ég aftur fyrir mig og hún var að horfa á mig. Virkilega.. skrýtið.
Það svara allir mér þegar ég segi góðann daginn í minni vinnu. Þetta er þó skárra en vinna þar sem maður er 1 að vinna allann daginn og hefur ekki tækifæri á að segja “góðan dag”.
Já ég var að vinna í fiski í allt fyrrasumar (pilla rækju pilla rækju pilla rækju pilla rækju) og talaði ekki neitt allan daginn. Ég var aum í kjálkunum allt sumarið.
Jújú, nokkrar stelpur/konur/kellingar að vinna þarna. Slúðrað og talað um kynlíf í átta tíma á dag. Ég bara get ekki talað ef ég er með heyrnartól á höfðinu og með háværar vélar í kringum mig. Finnst óþægilegt að tala hátt svo ég hlustaði bara á þær eða á útvarpið.
Stundum var ég samt að vinna á öðru færibandi þar sem maður er bara einn að vinna með frosna rækju. Mér fannst það ekkert hræðilegt neitt, mér finnst kósí að vera ein.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..