Einu sinni var maður. Hann hét Palli, hann var einn. Dag einn var hann ekki lengur einn, ekki bara það heldur voru nú mennirnir ornir ansi margir. Þeir komust að því að þægilegast fyrir þá alla væri ef þeir skiptu með sér verkum, svo þeir gerðu það. Hver hafði sitt job sem hann vann í samfélaginu og samfélagið gaf honum á móti að einhverjir aðrir voru að vinna við eitthvað annað. Einn daginn fóru þeir að rífast. Palli var mjög hræddur. Þeir sáu það strax að til þess að þetta ætti að virka þyrftu þeir að setja reglur sem þeir ákveða í sameiningu og þyrftu að fara eftir, en ef þeim líkaði ekki reglurnar gætu þeir farið út í óbyggðir, nobody would care… Þeir sömdu reglur.
Við fæðumst inni í heim reglna. En hver semur þær? Ekki ég.. ekki þú.. En af hverju má þá nota þær á okkur? við veljum í sameiningu útvalda menn til þess að setja reglur. Við samþykjum relgurnar með því að tilheyra og vera í tilteknu samfélagi. Reglur, sem ólu okkur í heimin sem við lifum með og eftir og gefa okkur það sem við eigum eða eigum ekki; betur þekktar sem lög. Þegar Sókrates var dæmdur til dauða, dæmdur til að drekka eitur bauðst vinur hans Kríton, er var heimsókn hjá honum, að hjálpa honum að flýja úr fangelsinu. Sókrates svarar með því að segja að þá bryti hann gegn lögunum sem hann væri skuldbundinn til að hlýða og veltir fyrir sér hvað lögin hefðu um þetta að segja ef þau gætu talað:
„Gættu nú að, Sókrates,“ mundu lögin ef til vill … segja, „hvort við höfum rétt að mæla, að það sem þú ætlar nú að gera oss, sé rangt. Það erum vér, sem höfum þig í heiminn borið, fóstrað þig og frætt og miðlað þér, eins og öllum öðrum þegnum, af þeim fríðindum sem oss var unnt að veita. Eigi að síður gefum vér hverjum Aþenumanni, jafnskjótt og hann hefur náð lögaldri og kynnt sér háttu ríkisins og oss lögin, kost á að velja um, og lýsum yfir því, að hverjum manni skuli vera frjálst að taka með sér það sem hann á, og fara þangað sem hann vill, þó að oss þyki fyrir því. Hvort sem einhver yðar vill flytjast til nýlendu, ef hann fellir sig ekki við borgina og oss lögin, eða hann vill fara til annarra landa og setjast þar að, þá eru engin af oss lögunum því til fyrirstöðu, að hann fari á brott og hafi með sér eigur sínar. En hver yðar, sem verður kyrr, þegar hann sér, hvernig vér dæmum dóma og stjórnum öðrum borgarmálum, köllum vér, að hafi í verki skuldbundið sig til að gera það, sem vér bjóðum honum.
Þetta kallast samfélagssáttmáli. Getur lesið eitthvað meira um Þetta hér t.d.
http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=5633..Nei, við vitum ekki hvað dauðinn er. En það er ekki spurningin. Samfélagið þarf jafnvægi, lög og reglur, þannig virkar það og only þannig. Ef að samféglasþegn er orðinn hættulegur samfélaginu og það sannað, þá verður að gera það sem lögin og reglurnar okkar í því tiltekna samfélagi segja, thats only fair, og böðullinn jafn saklaus og við sem samþykjum reglurnar. Vegna þess að hann lifði með reglunum, getur hann gert sig sekan og dáið með þeim.