Jáááájá…
Mér líkar illa við nafnið á þræðinum en okay…
Man einhver þegar að leifur2 var ofvirkur á huga.is í apríl og maí í fyrra?
Man einhver eftir því að hann var með mjög umdeilanlega displaymynd?
Ég… Já, ég hef verið með mynd af mér sem avatar á þessari síðu síðan í lok mars 2005.
Nú er svo komið að hvert sem ég fer kannast fólk við mig, t.d. þegar ég byrjaði í framhaldsskóla fékk ég nokkrar spurningar á dag til að byrja með, fækkaði svo… “Hey, ertu Mizzeeh á huga?”
Vá hvað ég hef oft lent í að heyra þetta ><
Hef einnig oft fengið PM frá fólki sem var hrætt við að spyrja mig in person en spurði hvort ég hafi verið á þessum stað á þessum tíma etc…
Núna er komið svo að ég get varla farið út og verið í kringum fólk án þess að pæla “Hey, ætli einhver sem ég sé hérna kannist við mig af huga?”.
Þetta er nú alveg sjálfum mér að kenna… En það er heeeelvíti böggandi að það viti heilmargir hver maður er.
Fyrst var þetta fyndið… Síðan var þetta oftast bara böggandi…
Var í keilu í mánuðinum með vinkonu minni, svo löbbuðum við eitthvað í burtu frá afgreiðsluborðinu og hún fór að skellihlæja og sagði "Heyrðirðu hvað stelpurnar þarna voru að hvísla? 'Er þetta ekki gaurinn á huga?'"
Er núna komið svo að ég er gaurinn á huga, líkt og þetta sé eitthvað kvennaveldi sem ég braust inní?
….. Kann einhver gott ráð til að affrægast?
Hélt ekki, en mátti reyna :)