Ég fór með vini mínum á útsöluna hjá Elkó sem byrjaði í hádeginu í dag. Þeir hjá Elkó voru búnir að auglýsa playstation 2 leikjatölvur á 9.900 og vinur minn var fullur tilhlökkunar að kaupa sér eina slíka. Hann taldi sig eiga ágætis möguleika að næla sér í eina því að við vorum mættir fyrir 12. þegar við komum inn
eftir að hafa beðið í röðinni kom í ljós að það voru bara tvær playstation 2 tölvur á útsölunni og það voru gallaðar tölvur sem hafði verið gert við og þær voru ekki einu sinni með stýripinnum!!
og svona var þetta með flest allt draslið þarna.
Svolítið lélegt ekki satt?
Þú veist allavegna að næst þegar þú fer á útsölu hjá Elkó þá skalt þú gjöra svo vel að vera mættur fyrir kl 10.00 og vera númer 1 eða 2 í röðinni annars getur þú bara sleppa því að mæta.