Rosalega getur lífið verið kaldhæðnislegt, ekki misskilja mig, ef einhver elskar kaldhæðni.. þá er það ég, en það er ekkert gaman þegar lífið verður kaldhæðnislegt við mann.
Ég man þegar ég elskaði fótbolta, og ég man þegar ég skoraði fyrsta markið mitt. Ég var búin að vera í marki í mörg ár og svo þegar mér er hennt fram í einum leik, bara uppá grínið, og það fyrsta sem ég geri er að skora… Auðvitað fagna ég eins og hálfviti, það er gamanið við að skora… Ég er að fagna eins og ég veit ekki hvað og hlaupa í hringi (Var að spila á lélegasta velli á íslandi) og þá dett ég í drullupoll, og allt í einu er fólkið ekki að fagna með mér, það er að hlægja að mér.
Svo man ég í 8.bekk þegar ég sór að hata einn bekkjarfélaga minn, á fínustu ástæðu fyrir því. Svo loksins þegar ég ákveð að segja frá leyndarmálinu afhverju ég þoli hann ekki er mér ekki trúað, gaman af því?
Svo loksins, tveim árum eftir að þetta gerist.. Finn ég loksins einhvern sem ég get treyst fyrir þessu og trúir mér. Svo hefni ég mín svo asnalega að hann hættir að trúa mér.. Og það sem er enn meira kaldhæðnislegt er að ég fékk oggu ponsu lítinn áhuga á drengnum sem ég hata víst svo ótrúlega mikið.
Mamma og pabbi skiptu sér ekki af mér þegar ég var lítil og þurfti mestu væntumþykjuna en núna þegar ég er orðin 16 ára, þá allt í einu taka þau ekki augun af mér og kalla mig nöfnum eins og ‘Prumpulína’.. hvað er málið?
Trúið mér, stundum getur lífið verið skemmtilega kaldhæðnislegt, einsog þegar ég var hrifin af pólverjanum. Skemmtilegasta skotið mitt var þannig, ég sá karlmann.. og ég vissi að hann var svolítið miiiikið eldri en ég, svo ég vissi að það myndi aldrei gerast, og ég elskaði það. Ég þoli ekki dramað og dóteríið í kringum sambönd, svo ég eyddi bara tímunum að fíflast í honum og horfa á hann, ekki stara einsog einhver stalker, bara skemmta mér að vera hrifin af honum. Svo allt í einu kemst að því, hey hann er giftur. Hvað með það, ég má samt alveg leika mér áfram.. Það á ekkert eftir að gerast… svo þegar hann spyr mig einu sinni að passa fyrir sig börnin hans, þá var þetta ekki eins gaman lengur. Fannst þetta reyndar bara fyndið.. hehe..
Og núna, þegar ég ákvað loksins að fá mér að borða eftir viku pásu.. þá eru bjúgur í matin, ojj bara.