Ég er búinn að vera að spá hvort að maður segir Spúla eða Smúla og þetta er virkilega að pirra mig. Persónulega þá segi ég Spúla en kærastan mín segir Smúla.
Þetta var mikið rætt í mínum skóla. Í mínum bekk var sagt spúla (austurland) en svo flutti strákur að vestan sem sagði smúla.. Þetta skapaði miklar umræður og ég held að smúla hafi fundist í orðabók en ekki spúla..
Ertu þá ekki að meina að sprauta eitthvað með vatni?…allavega þá segi ég “spúla” en ég held að það megi segja bæði, ég hef aldrei komist að haldbærri niðurstöðu.
Guð minn almáttugur að fólk skuli geta fengið sig til að segja “spúla”, þetta orð er svartur blettur á íslenskunni. Það er bæði skrifað asnalega og hljómar illa. Það er einfaldlega ljótt. Mín skoðun.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..