Í tilefni af því að Magni í á Móti Sól er kominn í flottustu og bestu tónlistarkeppni í heimi verður þráður á huga.
Deilum sögum, spjöllum um snillinginn, uppáhalds lög og svo frv.
Sjálfur er ég mikill aðdáandi Magna (eða Magnaður eins og ég kýs að kalla hann) og hef fylgt honum og hljómsveitinni á Móti Sól um allt land. Það má eiginlega segja að ég hafi fylgt Magna hvert einasta fóttak síðan ég sá hann spila á Seyðisfirði 1999. Hann var í blárri lopapeysu og með svipað skegg og hann er með í dag.
Svo hitti ég hann í Keflavík í fyrra í Bylgjulestinni. Hann gaf mér eiginhandaáritun á kinnina og ég sagði honum að 12 íslensk popplög væri það besta sem hefði komið út á þessari öld…í öllum heiminum. Hann var ánægður með það.
Elskar þú Magna? Ég elska hann. Gef honum 11 af 10. Áfram Magni!