ÉG held að þegar fólk er að dæma bandaríkin, sé það í raun að dæma ríkisstjórnina þar ( sem er náttúrulega kosin af almenningi) og ríka fólkið, ekki almenning. hins vegar finnst mér það ekki vera allt of gott það sem bandaríska stjórnin er að gera, td þá er það vitað mál að meirihluti borgarbúa í Washington er ólæs ( eða samkvæmt mínum heimildum). Svo er eins og þetta sé allt alsherjar plot þarna, því að maður sér ekki raunveruleikan í öllum þessum bíó myndum og sjónvarpsþáttum, og ef maður sér einhverja fátækt og leiðindi, þá eru það oftast einhverjir svertingjar og mexícanar sem hafa fyrir lífinu í algjörum hasar og spennu, svona efni í góðar spennumyndir. Og svo eiga þeir að vera með besta heilbrigðiskerfi í heimi, en ekki nærrum því allir hafa efni á því. Og aðeins útaf málinu. Það er einmitt það góða við ísland. Þú borgar bara þína skatta og svo getur þú fengið allskonar þjónustu í staðin. Td geta börnin þín fengið frítt inn í grunnskóla ( er það ekki þannig annars?).
Ég hef bara alltaf rétt fyrir mér, þannig er það bara.