http://www.metacafe.com/watch/23426/amazing_car_safety_ad/
Ég rakst þarna á upprunalegu auglýsinguna þar sem beltið kemur í veg fyrir að maðurinn deyji, og ég verð að segja að mér finnist sannast þarna eina ferðina enn hve öflugir Íslendingar í raun eru í auglýsingagerð.
Allt frá því hvað auglýsingin er bjartari, svo maður sér almennilega hvað er í gangi, til þess hve margfallt áhrifameira sé að bílstjórinn hafi kastast út um framrúðuna.
Svo maður tali ekki um í framhaldi af því að það gefur miklu meira pláss til að mynda almennilega þann sem auglýsingin snýst í raun um.
Fleira?
Betra lag, mikið betur gert þegar bíllinn rífur upp girðingarstaurana en þegar hann hristir trjákrónuna, fallegra fólk og svo mætti lengi telja ;)
ASS