Ég fékk hann fyrir um það bil viku og ég er búin að hlusta mjög mikið á hann.
Rosa góður.
En eitt sem ég var að velta fyrir mér, hvernig fékkstu disk sem er ekki búið að gefa út á geisladisk, nema bara ef þú skrifar hann, í afmælisgjöf.
Það á að gefa diskinn út 3 eða 4 júlí svo ég er alveg gáttuð á hvernig gaurinn/gellan sem gaf þér diskinn í afmælisgjöf reddaði honum.
Og til eins sem svaraði korknum (nenni ekki að svara tvisvar) þá voru fleiri en eitt lag sem náði að leka út langt á undan diskurinn lak út, held að ég hafi átt 3 eða 4 áður en ég eignaðist allan diskinn.
og ég er alveg sammála einhverjum sem svaraði þér (gaurnum sem ég er að svara en ég nenni samt ekki að svara, efast samt um að hann lesi þetta en whatever) þá er það lag alls ekki það besta á disknum, ekki nálægt því.
Það heitir btw supermassive black hole.
og til annars sem svaraði korknum (sem á pott þétt líka ekki eftir að lesa þetta en whatever), mér finnst rosalega flott að diskurinn skuli vera svona líkur í heild sinni, textarnir eru allir svipaðir og eins og þú hefur tekið eftir ef þú hefur skoðað diskinn eitthvað þá er viðlagið í Starlight (sem mér finnst persónulega eitt flottasta lagið á disknum) “revalutions and black holes” og í næstum öllum lögunum er verið að tala um black holes.
Svo voru muse að tala um það að næst þegar þeir ætluðu að gefa plötu ætti hún að vera aðeins öðruvísi en hinar, ætluðu að draga sig upp úr sjálfshatrinum og fleira.
Gott hjá þeim.
Vá, alltof langt svar um ekki neitt :D