Það sem smýgur augljóslega ekki inn er að ég vil vita fyrir hverju ég er með fordóma að þínu mati.
Og það skiptir engu máli hvað ég hef gefið í skyn. Ég hef ekkert sagt með berum orðum og það er það sem máli skiptir.
Hvar fannst þú útúrsnúninga?
Fyrir utan það kemur það þér nákvæmlega ekkert við hvað ég segi við aðra eða hvort ég sé hræsnari eða ekki.
Ég get talað um fífl og fávita og það þarf ekki að vera hræsni.
Ég get kallað þig hrokafullan fyrir það að leyfa þér að efast um hversu vel gefin ég er með því að segja að ég viti ekki hvað hræsni er.
Það er ekki hræsni að kalla einhvern hræsnara og vera svo dónalegur við hann.
Hver er það núna sem er með útúrsnúninga?
Það hefur ekkert upp á sig að rífa orð úr samhengi. Þú ásakar mig um eitthvað og ert ekkert betri sjálfur.
Auðvitað hef ég enga þolinmæði í þetta samtal, ég get alveg haldið áfram ef þú vilt. En þetta verður aldrei úrætt mál og við verðum ekkert sammála.
Sem truflar mig alls ekki neitt.
Það er ekki að reyna að bjarga sér með útúrsnúningum og gefast upp. Það heitir að eiga sér líf sem kemur huga.is ekkert við.