Jæja krakkar mínir eins og þið öll vitið þá er sumarið það eina sem að við íslendingar eigum :) Í anda þess að núna á að vera skollið á sumar langar mig að segja ykkur hvað er að mínu mati inni og úti í sumar. Alltaf er verið að reyna að stytta sumarið fyrir okkur skólarnir eru farnir að vera lengur og byrja fyrr og sífellt fleiri missa af sumrinu vegna mikillar vinnu sumarið 2006 er málið og ég skora á ykkur að nýta þennan yndislega tíma til skemmtunar og eyða góðum tíma með ykkar nánustu.
Inni:
Náttúran: Það er alveg málið að fara aðeins út fyrir mölina og skoða þessa frábæru náttúru sem að við íslendingar eigum, það getur verið ótrúlega gaman að skoða áhugaverða staði í öðrum landshlutum þó svo að þeir séu ekkert merkilegir það er bara prinsippið :)
Úti:
Kókaín: það að þurfa staðdeyfilyf til þess að ná egóinu upp er ekki kúl, kókaín eyðileggur í þér sálina og það veistu látum ekki útþynnt og lélegt íslenskt kókaín ná völdum á buddunni í sumar.
Inni:
Að halda bílnum hreinum: það er algjört möst að draga fram Mjallar bónið og þvottakústinn á góðum degi í sumar og að sjálfsögðu að fara svo og fylla tankinn og taka svo mont rúntinn ;)
Úti:
Fatastíllinn ykkar krakkar mínir: Þið þarna wannabe spútnik týpur sem að lyktið eins og háaloftið hjá ömmu minni verið ekki svona glötuð plís (Þið vitið hverjir þið eruð)
Inni:
Að styrkja fjölskylduböndin:
Þið vitið vel að það gerist ekkert nema að einhver geri eitthvað haldið lítil ættar/vina mót yfir eina helgi það á eftir að koma ykkur á óvart hversu skemmtilegt það verður.
Úti:
Goth: Mér er alveg sama hvað þið segið, EKKI í sumar ég tel mig ekki þurfa að útskýra nánar…
Eins og þið sjáið krakkar mínir það margt sem að þarf að varast ef að maður á að vera kúl í sumar ;) Endilega komið með ykkar inni/úti komment hér fyrir neðan í svörunum…