Hmmm. Okkur var sagt í ökuskólanum að samkvæmt lögum væru það 10 fyrir æfingarakstur og 6 í viðbót fyrir bílpróf. Getur verið að þetta hafi breyst síðan þú tókst bílpróf? Ég var í ökuskólanum í apríl.
Ég tók Ö1 í vetur, það kostaði 8000 krónur ef ég man rétt. Foreldrar mínir borga ökutímana svo ég veit ekki alveg hvað þeir kosta. Ég tek svo Ö2 í haust, held að það kosti eitthvað um 12000.
Úff, það er mikill peningur. Um að gera að láta hann ekki komast upp með að setja þig í fleiri tíma en þér finnst þú þurfa. En þeir vita víst best hvernig það á að vera.
Já, ég var ekki að segja að hún ætti að reyna að komast upp með færri en hún þyrfti, einfaldlega treysta ökukennaranum því hann á að vita best hvað hentar hverjum en samt sem áður ræða um málin við hann.
Fyrstu 8 tímarnir kostuðu 40þús, ö1 og ö2 (tók þá saman) kostaði 15þús og ég er með æfingarleyfi sem kostar mömmu nokkra þúsundkalla í bensín.. Á eftir að fara í síðustu 8 sem verða örugglega annar 40þús kall (gæti verið búin en ökukennarinn er í sumarfríi) og svo er það prófið og það kostar sitt og það kostar um 11þús kall að falla… Svo er það bókin og fleira sem mun kosta sitt (ég ætla samt að fá það lánað). En það er talað um sirka 5þús á tímann.
Til þess að fá æfingaleyfi þarftu 10 x 40 min tíma og fyrir bílpróf þarftu aukalega 6 x 40 min tíma. Semsagt, 16 40 mínútna tíma í allt. Ég tók þetta samt í 8 tímum svo sumir voru bara aðeins lengri.
Hver tími hjá mínum kennara kostaði 5000 kr. svo samtals kosta ökutímarnir sjálfir 80.000. Ökuskóli 1 kostar sirka 12.000 með bókinni og ökuskóli 2 kostar held ég 9.000. Þá erum við komin í 101.000. Svo kosta prófin sjálf líka eitthvað, örugglega sirka 10 þús saman svo þetta fer yfir hundrað þúsundin.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..