Ég var í æfingarakstri núna rétt áðan með pabba mínum. Ég kom að rauðu ljósi við einhverja gatnamótaslaufu við Skeifuna. Og getiði hvað, ég var með fótinn tilbúinn á bremsunni í stað bensíngjafarinnar. Og það var svoleiðis bipað/flautað á mig :( Og ég var alveg í panic.
Þetta er nú algengustu mistökin, en ég tek þetta samt inn á mig því að ég er búinn að fara í marga tíma og hef vanalega keyrt mjög vel, án nokkurra vandamála/galla, samkvæmt þeim sem hafa verið með mér í æfingarakstrinum.
Sýnir víst bara að ég þarf að halda áfram að æfa mig fyrir prófið í október, og líka bara það að enginn er fullkominn =)