Tilgangslaus hátíð? bíddu nú við, þetta er þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga, og auðvitað á þessi merki dagur að vera í hávegum hafður. Þessi dagur er sko alls ekki tilgangslaus, og manni sárnar eiginlega bara við að sjá sum svör hérna. Allar sjálfstæðar þjóðir hafa sinn þjóðhátíðardag, og sjálfstæði er nefnilega ekki í boði allstaðar og yfirleitt er það keypt mjög dýru verði og því full ástæða að halda upp á þann dag sem við fengum sjálfstæði eftir aldalanga baráttu.
Þessi dagur er mun merkilegri en frídagur verslunarmanna eða valentínusardagurinn, og er það sorglegt að fólk skuli virkilega líta á þennan dag sem tilgangslausan. Það er bara óvirðing við baráttu forfeðra okkar.