Það segir sig sjálft að þú getur ekki talað um strangan skóla án þess að bera hann við aðra til að fá einhvern stuðul.
Sem dæmi þá bjó ég í upphafi vetrar hjá frænda mínum, sem var að byrja í Kvennó, strax í upphafi skóla var hann að læra í 3-4 fögum á hverju kvöldi á meðan ég fékk ekkert heimanám. Svo þegar mér var loksins gefið heimanám, þá var það að klippa út pappaspjöld og búa til eyju í þrívídd.
Allan minn námsferil í Verzló, sem hefur verið nokkuð skrautlegur, hef ég rekist á 2 stranga kennara. Annar þeirra er aðstoðarskólastjóri með rör í rassgatinu og hinn er Sigríður stærðfræðikennari en hún er bara hreinræktað fífl.
Allir, og þá á ég við allir aðrir kennarar eru bara nettir. Þá má nefna Þorkel (enda var hann formaður skemmtó á sínum tíma), Brján, Óskar Knudsen, Tomma Bergs, Ingibjörgu og fleira sniðugt fólk.
Annað hvort hefur vinur þinn lent á andskoti slæmum kennurum, hann hefur verið í einkar slöku grunnskóla eða þá að hann sé bara að plata þig.