Ok, ég veit að þið eruð pisst á hnökkum og allt það. En það er í lagi því ég er líka pirraður á ykkur.
Ok, ég skil hvað sumir eru eitthvað pirraðir út í hnakka, þeir hafa orðið fyrir barðinu á þeim og eru eitthvað fúlir út í þá af einhverjum ástæðum og segja:
“Þeir eru hálfvitar, alltaf kallandi aðra hálfvita”
“Þeir eru aumingjar, þeir eru alltaf að lýta niður á aðra”
…Og bíddu nú við? Finnið þið hvað er svona fáránlegt við þessar setningar.
Svo segja þeir sem eru á móti hnökkum “Þeir eru svo mikið egó” og svo segir næsti “þeir hafa ekkert sjálfsálit og eru þessvegna allir eins”
Merkilegt… Þið megið aftur finna út hvað er svona fáránlegt við þetta.
Svo koma einhverjir “Þeir eyða alltof miklum tíma fyrir framan spegilinn, alltaf að gela sig”.
Það tekur 1 mínutu að setja gel/vax í hárið á meðan það tekur hálftíma fyrir sítt hár að þorna og það tekur langann óþarfa tíma að þurrka það (já, ég var með sítt hár og það var miklu meira vesen).
Og hvað gera hnakkar meira fyrir framan spegilinn? Ég og hnakka vinir mínir gerum nú varla mikið meira, jú við rökum okkur og einn setur kanski húðhreinsikrem.
Svo kom einn gaur, í Children of bodom bol með vinum sínum, einn í Iron Maiden bol og hinn í einhverjum öðrum hljómsveitarbol og kom “hey, djöfull ertu með hnakkalegt hár”
Djöfull er það merkilegt, því ég hef ekki farið í helvítis klippingu síðan ég rakaði allt hárið af mér þannig að ég er næst því sem kemst að vera með venjulega klippingu.
Ég er hnakki og það er oft búið að segja það við mig, ég er brúnn (hef samt ekki farið í ljós í svona 2 ár, ég fer bara út úr húsinum mínu þegar það er sól), ég fer í ræktina. Ég er vanalega í dökkum fötum og með “venjulega klippingu”… Nota samt gel og er með mitt upprunalega hár. Breytist hugsunarháttur minn frá því ég var með sítt hár? Er ég alltíeinu orðinn þrönsýnn hálfviti og fífl sem er með útlitið á heilanum? NEI ég er bara fokking sætur :)
Svo er annar vinur minn sem er með sítt hár, hann er líka hnakki, hann gengur um í pólóbolum í mörgum litum og er massaður, þetta er samt langt frá því að vera líkt mér og mínum hnakkastíl. Samt báðir hnakkar?
Svo eru fleiri vinir mínir hnakkar og ég mundi ekki segja að við værum neitt líkir.
Svo er einn artífartí gaur sem eyðir meiri tíma en við allir til samans að velja “artífartíföt” í hjálpræðishenum og mömmudraslinu… Samt drullar enginn yfir hann? Svo var gaur að segja að ég eyddi miklum pening í útlitið en var samt að lita eins metra hárið sitt svart og rautt? Ég kann bara að fara með minn pening og eyði honum ekki í ljót föt.
Málið er að það tilheyra allir einhverjum hóp, það eru allir sem eru líkir einhverjum og það að segja að einhverjir séu eins er það eitt það heimskulegasta sem til er.
Ps. Afhverju halda allir að hnakkar séu að gela sig til að vera eins en ekki útaf þeim finnst þetta flott? Þeim finnst þetta auðvitað vera flott.