ha? bíddu bíddu… á það ekki að heyrast í almennilegum verslunum? ok, ég vinn í rúmfatalagernum og ertu að ætlast til þess að ég viti allt um húsgagnadeildina, sumarvörurnar, smávörurnar, barnavörurnar, rúmföt, fatadeildina og metravörudeildina, svo ekki sé talað um gardínunar og sængudeildina….?
við erum að tala um ÓHÓFLEGA mikið magn af vörum sem eru líka einnig alltaf að breytast.
og þegar ég er spurður að einhverju sem er ekki í minni deild þá einfaldlega geri ég mitt besta til að aðstoða hann sem er oftast þó frekar lítið, eða þá í versta tilfelli næ ég í viðkomandi deildarstarfsmann.
en ég, og aðrir starfsmenn í svona verslunum eru einfaldlega ekki nærri því nógu hátt launaðir til þess að fólk geti ætlast til þess af okkur að við vitum allt um allt í viðkomandi búð. ég er að vinna um 12 tíma á dag, 7 til 7, og svo um 7 tíma á laugardögum og 4 tíma á sunnudögum, og ég vinn 3 helgar (alla dagana) þennan mánuð fyrir utan einn sunnudagsfrídag. og ég er að fá helmingi minni laun en kunningi minn sem vinnur 8 tíma á dag, 5 daga í viku.
Jóhannes Gunnar Þorsteinsson