Þetta er mál sem fer svolítið í mig með trúleysingja, og þá sem eru á móti kristni , sjálf er ég ásatrúar en þar er kennt að viðurkenna trú annara.
Það brenndi mig svolítið um daginn þegar ég var að lesa kork hérna að manneskja sagði að Guð væri grimmur, það er ekki satt, hann er bara grimmur ef þú trúir þannig á hann. Dæmi: Guð lætur mann ganga í gegnum erfiðleika til að þroskast, svar við þessu hjómaði sona, af hverju lætur Guð mann ganga í gegnum nauðganir, misnotkun, barsmíðar og s.frv. það sé bara grimmt .. mer finnst rangt að hugsa að guð sé að þessu, það sem mennirnir hafa er frjáls vilji og það er þeirra hvernig þeir nota hann, það er ekki guði þínum að kenna að þér var nauðgað þú barinn eða misnotaður það er manneskjunni sem gerði það að kenni … hættið að kenna guði um mannvonsku og látið fólk taka ábyrgð á sínum gerðum.
Manneskjur eru grimmar ekki guðirnir okkar
Það getur vel verið að ég sé að vaða reyk en þetta er mín skoðun ..
endilega segjið ykkar álit
Lífið er dans á rósum, oftast þyrnar en mjúkt inná milli