En svo að ég verði nú aðeins meira pirrandi og svara þessum korki í þriðja skiptið… -.-
Ýmislegt sem fólk er að segja um þetta mál o.s.frv.
T.d. að foreldrar “eigi” hana ekki lengur og “hún ráði sjálf hvað hún geri” þar sem hún er nú komin yfir 18 ára aldurinn.
Finnst bara að ég verði að tala aðeins út *sem* foreldri að þessi tala, 18, er í rauninni bara staðall og viðmiðun í íslenskum lögum, því það væri nú frekar mikið vandamál fyrir bæði þjóðfélag og foreldra, ef það stæði í lögum að “hver sá og hinn sami sem sýnt hefur fram á sjálfstæði og vilja, sem og ábyrgð getur sótt um að fá að vera talinn í fullorðinna tölu.”
Foreldrar þessarar stúlku *eiga* hana alltaf. Hún er dóttir þeirra. Og rétt eins og hefur komið fram, sem sykurepli minntist nú á sjálf, er það að þessi stúlka hefur sýnt fram á af og til að henni sé ekki fyllilega treystandi.
Ég veit um helling af 15 ára krökkum sem hafa sýnt getu og hæfileika til þess að sjá um sig sjálfur, og haga sér samkvæmt sínu eðli, og aldri (jafnvel skara framúr jafnöldrum sínum), en þar á móti hef ég séð fleiri einstaklinga sem nýskriðnir eru yfir 18 ára markið og eru jafnvel nokkrum árum eldri, sem haga sér eins og fífl. Mergur málsins er sá að þessi stúlka býr í foreldrahúsum. Og þykir mér þá líklegt að foreldrar hennar kaupi ofan í hana mat, hita, og húsaskjól auk þess að borga alla reikninga sem við því kemur að reka heimili. Og sjálf get ég sagt ykkur að þessir reikningar og önnur útgjöld heimilisins eru engir smáaurar. -.-
Hvort sem hún er í skóla eða vinnu, þá verður hún að lúta þeim reglum sem eru á hennar heimili hverjar þá sem þær eru, burtséð frá því hversu gömul hún er. Þótt hún væri fertug piparjónka, yrði hún að fara eftir þeim reglum sem á hennar heimili væri, ef hún byggi ennþá hjá foreldrum. Því þetta er jú þeirra heimili, sem þau eru búin að byggja upp með þeirra eigin erfiði og peningum. Það er líka spurningin um, hvort hún geti verið tillitssöm gagnvart þessum reglum. Ef hún getur það, og getur sýnt fram á að henni sé treystandi, þá er aldrei að vita nema að foreldrar henni beygji aðeins til á þessum reglum. :P
Annars verður hún bara að finna sér húsnæði og byrja að búa sjálf. :) Þar hafa foreldrar hennar lítið að segja.
ég skil alveg fullkomlega það sem þú ert að segja, en málið er í sambandi við þetta það sem ég sagði að gæti hugsanlega verið möguleiki þess að henni sé ekki treystandi (veit ekki einu sinni hvort þetta hefur nokkkuð með traust að gera, voru bara getgátur) þá var það þetta eina skipti sem gerðist þegar hún var 16 ára:S Hún hefur ekkert gert af sér síðan, allavega ekki neitt sem ég man og finnst þetta vera frekar góð stúlka fyrir utan það hvað hún á auðvelt með að hegða sér í samræmi við suma krakka.
Sko, henni hefur oft verið treystandi til að vera með mér, vegna þess að tjah.. aðrir foreldrar treysta mér, og er hún að fara með mér og kannski 2 stelpum, veit ekki hvort önnur fer, og erum við allir voðalega miklir englar. Eina sem ég hef “gert af mér” var að drekka og segja ekki frá. Sem er allt annað mál í dag, þar sem foreldra mínir vita vel að ég drekk og foreldrar hennar, og forleldrar mínir vita alveg að ég fer ekki að gera neitt annað en það:)
Ég hef nokkrum sinnum spurt hana hvað er það virkilega og hún var bara aðalega að tala um þessar áhyggjur, sem mér finnst vera óþarfa áhyggjur. Ég mun ekki koma til með að drekka neitt mikið þarna og ég veit, að vinkona mín mun ekki gera meira en ég.
Þetta í sambandi við heimilið.. Ég er alveg sammála því, en ég skil ekki hvað útilega kemur því við að hún búi á þessu heimili. Ef maður sæi þetta frá því sjónarhorni að þú býrð hjá öðru fólki, sem er ekki foreldrar þínir, þá fer maður bara eftir þessum húsreglum, sem eru þá t.d. ekki vaka of lengi, eða vera með læti, taka þátt í uppvaskinu og allt eitthvað sem tengist húsinu sjálfu, en útilega er eitthvað sem …
úps þarf að skjótast.. klára svarið seinna:S:S
0