Jæja, ég gerði grein í maí (hér er hún) um bráðaofnæmið sem ég fékk og núna veit ég loksins hverju ég hef ofnæmi fyrir.
Ég var að koma frá ofnæmislækninum mínum (ég var í húprófi í annað sinn) og hann gerði húðpróf úr allskonar hnetum.
Hann gerði punkta með penna á hendina á mér, tók allskonar vökva og setti víðast hvar í kringum punktana, svo tók hann einhverjar nálar og gerði göt í miðja vökvadropana, svo átti ég að bíða í 10 mínútur eftir svörun (það er algjör pína).
Einn dropinn er til miðviðunar við hina punktana og það er öruggt að það myndist bóla þar (ef það myndast bólur þá þýðir það ofnæmi). Hinsvegar fór húðin í kringum jarðhetudropann að bólgna og roði myndaðist, mér klæjaði hryllilega í hann.
Þegar tíu mínúturnar voru liðnar þurrkaði læknirinn dropana af og sá að tvær bólur voru komnar, þær voru viðmiðunarbólan og jarðhnetubólan…
Ég efast um að allir skilji þetta punkta og vökva dæmi nema þau hafi gengið í gegnum þetta en niðurstöðurnar eru að ég hef bráðaofnæmi fyrir jarðhnetum, hættulegasta ofnæminu :(
Núna þarf ég að ganga með EpiPen (adrenalínpenna) hvert sem ég fer og þarf að útvega mér sérstakt nisti eða armband sem lætur fólk vita hvað er að mér ef ég er með ofnæmi og get ekki látið það vita.
Þetta þýðir að ég á að halda mig frá öllum hnetum og möndlum til öryggis og ég má ekki borða kúluís eða fá mér ídýfu á ís framar =/
Anyway, vildi bara segja ykkur þetta þarsem svo margir voru að spyrja á greininni.
DM