Til að hindra að fullt af fólki með yndislega mikla þörf til að snúa útúr komi og segi að ég sé að alhæfa, þá er ég að tala um hvernig álitið virðist vera almennt í Bandaríkjunum en er ekki að alhæfa um hvern einasta Bandaríkjamann.
Þannig er nú það að fjölmiðlar ráða miklu um skoðanir okkar.
Fjölmiðlar í Bandaríkjunum virðast gera lítið nema að gefa Bandaríkjamönnum fréttir um hvað Bandaríkjamenn eru góðir í Írak. Einnig kannast margir við að í fjölmiðlum sé oft mikið talað um hvað Bandaríkin eru frááááábært land miðað við öll önnur lönd, og þegar fólk er matað á þessu þá fara margir bara að trúa því.
Ég sá nýlega headline á ABC-fréttaskýringaþætti, þar stóð sirka: “12-year old Iraqi Girl who got blasted got a new nose at a L.A. hospital”. Og nú er spurningin, hversvegna var hún flutt til Bandaríkjanna til að láta hana fá nýtt nef? Ákvað einhver Bandaríkjamaður í Írak allt í einu að taka random íraska stúlku og gefa henni nýtt nef?
Kæmi mér ekki á óvart þó Bandaríkjamenn hefðu sjálfir átt sök á því að stúlkuna vantaði nef, en það kemur hvergi fram. Ég meina, er mikið um að íraskir hryðjuverkamenn sprengi upp 12 ára íraskar stúlkur?
Ég er feginn að hafa ekki fæðst í þessu landi.