Quest for Glory seríurnar voru áður útgefnar frá Sierra. Alls voru þeir 5. En fimmti leikurinn var einmitt síðasti ævintýraleikurinn sem Sierra Entertainmet gaf út.
Quest for glory 2 VGA er endurgerð útgáfa af Quest for Glory 2 EGA. En það var með frekar slappa litaútgáfu. Eigendur sem eiga réttinn yfir leiknum hafa gefið mönnununum sem vilja endurútgefa leikinn í betri litaupplausn leyfi fyrir þessum leik.
Leikurinn er um hetju sem þú mátt skýra hvaða nafni sem er sem er nú staddur í tvíburaborginni Rasier. En það er friðsæl borg eyðimerkurinnar og þar lifa kattafólk ásamt mönnum í friði. En emírinn á hinni borginni Shapier hefur verið týndur lengi og nú þarf hetjan að leysa þá ráðgátu hvar emírinn er. En Shapier er því miður ófriðsæl borg sem er rekinn af vondum emír en hans ráðgjafi AD Avis sem er vondur galdramaður hefur lagt borgina í álög og hikst ætla að ráðast á Rasier með illum álögum sínum. Hetjan í leiknum þarf því að berjast við eld, vind,og grjót og vatnskalla til að bjarga borginni Rasier. Á milli þess þá geturðu eflt kraftana og galdrakraftana með því að berjast við skrímsli eyðimerkurinnar með bæði vopnum og göldrum.
Þessi sería var vinsælasta sería sem Sierra Entertainment gaf út og ég er nokkuð viss um að þeir sem spiluðu þennan leik þegar hann var gefinn út á 90´ áratugnum munu svo sannarlega fagna því að fá þennan leik í betri útgáfu.
Semsagt þessi leikur fjallar um hetju sem þarf sífellt að sanna sig að hann sé þess virði að vera hetja og þarf alltaf að berjast við erfið verkefni.
Þú getur valið að vera annaðhvort Bardagamaður(Fighter), Galdramaður(Magic user) og þjófur(Thief).
Hver þeirra hefur ákveðið séreinkenni í leiknum. Ef þú kýst bardagamannin þá ertu sterkari og þú færð sverð og skjöld til að berjast með.
Ef þú kýst galdramanninn þá er skásti kostur galdramannsins töfravopnin eldboltar (fireball) og þrýsti boltar (Force ball) til að berjast við óvini sína og til að leysa gátur sem aðeins er ætlað galdramönnum. Aðeins hann getur bæði barist með rýting og göldrum
Ef þú kýst þjófinn þá er hans skásti kostur að ræna og rupla íbúa óseður og óhindraður til að fá peninga. Hans eina vopn er kastrýtingur sem er líka hægt að nota í bardaga (daggers).
Semsagt það er hægt að leysa þrautirnar á þremur vegum með þessum týpum.
Þú getur að sjálfsögðu uppfært kallana fyrir Quest for glory 3: Wages of war sem var gefinn út af Sierra.
Því miður eru þessir leikir ekki lengur til í búðunum en þeir eru orðnir fáanlegir hjá Ebay. En það er hætt að framleiða þessa leiki þar sem þeir eru hættir að standast gæðapróf nýjustu talvana. En nú eru flestir leikir í 3D og þess vegna hafa leikir í 2D átt erfitt með að fótfesta sig hjá nútíma tölvuleikjaspilendum sem vilja leik með frábærum litaupplausn og gæði.
Ef þið viljið spila gömlu góðu leikina þá er hægt að fá það hjá
http://www.abandonware.com en þar er mikið úrval af klassískum ævintýraleikjum. Flestir leikirnir þar er hægt að fá ókeypis.
Quest for glory 2: Trial by Fire er eini leikurinn sem er ennþá í EGA útgáfu sem var gefinn út af Sierra. En nú verður breyting þar á eftir að endurútgáfa leiksins verður gefinn út.
En leikurinn er gefinn út af aðdáendum leiksins.
Sjálfur er ég að reyna að gera Leisure suit Larry 1 á íslensku. Ég vona bara að það takist.
Ef þið eigið gömlu Quest for glory leikina þá er tímabært að fara að rifja þá upp með því að spila það aftur. Enda er biðin fyrir þessari nýjustu útgáfu af Quest for Glory 2 senn á enda.