Mér líður samt eitthvað hálf skringilega. Ég meina ég er búin að bíða eftir þessu síðan eistun sigu niður, það er einhvernveginn varla að 3 klst. nái öllu sem maður hefði viljað sjá. Það sem ég hefði auðvitað helst viljað var allan The Wall, The Final Cut og Amused to death. En maður fær víst ekki allt.
Ég hef ekki farið á marga tónleika í gegnum árinn en þetta voru by far þeir bestu.
Miðaverðið:
Gott mál, hélt “we don't need no education fuck yeah omgosh” krökkunum í burtu. Og nei, MÉR ER EKKI SAMA HVERJIR HLUSTA Á PINK FLOYD!
Ég veit að þetta á allt að vera um eigin upplifun og þannig en ég bara get ekki þolað hugmyndina um að fólk þekki enginn lög önnur en Money og Another brick in the wall pt2. en gangi samt um í Pink Floyd bolum. Ég hljóma e.t.v. einsog ég vilji bara vera spes og skera mig útur, ja kannski er það bara það. Ég er búin að klippa hárið, ég er farinn að stunda ljós og líkamsrækt og ég er byrjaður að versla mér tískuföt fyrir tugiþúsunda. Allt gott og blessað, þetta er 21. öldinn og þetta eru einfaldlega kröfurnar sem eru gerðar til karlmanna í þessu samfélagi til að fitta inn. En ég bara verð að hafa eitthvað sem að gerir mig “mig”.
Sömuleiðis var 9000kall ekki rassgat, ég hefði borgað 30000 bara fyrir The dark side.
Bara Roger?:
Roger var Pink Floyd. Þetta band var djók án hans. Jújú, vissulega var Gilmour góður og Wright og Mason áttu sín móment. En ef ekki hefði verið fyrir Waters þá mundi enginn þekkja þetta band í dag. Syd komst ekki nálægt því að draga Floyd uppí þann gæðaklassa sem Waters gerði.
Sönnun fyrir þessu eru diskarnir sem komu út eftir að Waters fór. Þetta var svona osta slökunartónlist. Jújú, alveg skítsæmilegt en enginn plata fór yfir */****.
Alveg örugglega ekki síðustu Roger Waters tónleikar sem ég fer á. Elti hann bara til Usa.
En ein spurning: Ætli hann skíti jafn mikið yfir Bush og hans ríkisstjórn þegar hann spilar í Usa?
Skítköst velkominn.