Yfirlit ásamt veðurspám og veðurhorfum á landinu. Um 400 km austur af landinu er 982 mb lægð sem þokast vestur, en um 400 km S af Reykjanesi er 997 mb lægð sem þokast SA. Yfir Grænlandi er 1027 mb hæð. Yfirlit gert 22.05.2006 kl. 15:34. Veðurhorfur á landinu: Veðurhorfur næsta sólarhringinn: Norðan 13-20 m/s er líður á kvöldið, en lægir smám saman austanlands í nótt og á morgun. Snjókoma eða slydda um landið norðaustanvert, él norðvestantil, en yfirleitt þurrt syðra. Hiti 1 til 8 stig að deginum, mildast sunnanlands. Spá gerð 22.05.2006 kl. 18:41 . Veðurhorfur næsta sólarhringinn: Spá gerð 22.05.2006 kl. 18:28 Suðurland Vaxandi norðan- og norðaustanátt, 13-18 í kvöld og nótt. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 0 til 7 stig að deginum. Faxaflói Norðlæg átt, 13-18 m/s, en heldur hvassara á sunnanverðu Snæfellsnesi. Skýjað að mestu og sums staðar dálítil él, einkum norðantil. Hiti 0 til 6 stig að deginum. Breiðafjörður Norðaustan 13-18 m/s, skýjað og víða él. Hiti kringum frostmark. Vestfirðir Vaxandi norðaustanátt, 13-18 m/s í kvöld. Él og hiti um frostmark. Strandir og Norðurland vestra Norðan 13-20 m/s og snjókoma eða slydda. Heldur hvassara um tíma á morgun. Hiti um frostmark. Norðurland eystra Norðan og norðvestan 13-20 m/s og snjókoma eða slydda, hvassast á annesjum. Lítið eitt hægari síðdegis á morgun. Hiti um frostmark. Austurland að Glettingi Norðvestan 13-20 m/s og snjókoma eða slydda. Hægari og úrkomuminna á morgun. Hiti 1 til 5 stig að deginum. Austfirðir Norðvestan 13-20 m/s og snjókoma eða slydda. Hægari og úrkomuminna á morgun. Hiti 1 til 5 stig að deginum. Suðausturland Norðan 5-13 m/s, en norðvestan 13-18 allra austast. Hægari vindur eftir hádegi á morgun. Léttskýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 3 til 8 stig yfir daginn. Miðhálendið Norðan og norðvestan 15-20 m/s. Él eða snjókoma, einkum norðantil. Hægari vindur austantil síðdegis á morgun. Frost 2 til 8 stig. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Hægt minnkandi norðanátt. Éljagangur eða snjókoma um landið norðanvert, einkum norðaustantil, en þurrt sunnanlands. Hiti 1 til 8 stig yfir daginn, mildast sunnantil Á fimmtudag (Uppstigningardag): Norðlæg átt 5-10 m/s. Dálítil él norðaustantil, bjart um suðvestanvert landið, en annars skýjað með köflum og úrkomulítið. Áfram svalt í veðri. Á föstudag, Á laugardag: Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og úrkomulítið, en dálítil súld eða skúrir sunnan- og vestanlands. Hlýnar smám saman í veðri. Á sunnudag: Hægviðri, yfirleitt bjartviðri og hiti 5 til 12 stig.
fkd up m8