Jamm, það er reyndar allt morandi í undantekningum og ósamræmi í framburði. Til dæmis ætti maður í raun að segja “hisself” í staðin fyrir “himself”. Eða eitthvað svoleiðis. Eina leiðin til að læra ensku almennilega er að lesa fullt af enskum texta og hlusta á fólk tala ensku.
Ég var svosem ekki að segja að finnska væri erfiðasta tungumálið, en ég er nokkuð sannfærður um að það sé allavega erfiðara en enska.
Hversu fljótt innfæddir læri að tala og skrifa finnst mér ekki vera rétt viðmið. Ég meina það finnst öllum rosalega auðvelt að læra móðurmálið sitt, maður lærir það sjálfkrafa.