DR1 hafa væntanlega sýningarréttinn á ýmsum leikjum í Þýskalandi líka, og þarna er verið að sýna frá þeirri sjónvarpsstöð.
Svo er það ekki ókeypis leið ef að fólk þarf að borga fyrir hana. Sýn keyptu sýningarréttinn á HM á milli íslensku stöðvanna, en þeir hafa engan rétt til að skerða aðgang að _erlendum_ stöðvum sem fólk hefur borgað fyrir að hafa aðgang að.
Þyrfti þá ekki að fara að skoða allar stöðvarnar sem mögulega er hægt að ná hérna á íslandi og sjá hvort þar sé verið að sýna t.d. lost, prison break, american idol eða aðra þætti sem einhver íslensk sjónvarpstöð hefur keypt sýningarréttinn að og er að sýna?
Væri þá ekki hálf tilgangslaust að kaupa sér aðgang að öðrum sjónvarpsstöðvum en þessum íslensku ef það má bara skerða þær sí svona?
Að mínu mati er þetta visst brot á samkeppnislögum þar sem þeir láta sér ekki nægja að ,,kötta'' á hinar stöðvarnar heldur hækka þeir verðið töluvert akkurat í þessum mánuði.
Hef annars ekki kynnt mér íslensk lög til hlítar en þar sem þau eru ansi asnaleg þá er erfitt að segja til um hvernig þetta fer..