Það var heldur engin að tala um afmarkað tímabil óbeinna reykinga eða uppspólaða tjöru. Það er samband á milli óbeinna reykinga og lungnakrabbameins, það var það sem ég sagði. Það eru engir krabbameinsvakar í prumpi. Þetta eru ekki sambærilegir hlutir. Meira sagði ég ekki og meira hef ég ekki sagt, hinsvegar heldur þú áfram að tala út í bláin um þetta eins og það breyti þessari staðreynd.
Ég veit mæta vel að það er fullt að hlutum í kringum okkur sem eru skaðlegir, t.d. þungamálmar sem við blásum út í umhverfið o.s.frv. Ég talaði um það hérna annarstaðar á þræðinum. Sjálfum finnst mér afskaplega ómerkilegt af fólki að gagnrýna reykingar fólks þegar það notar ökutæki sín óhóflega og vilja reisa verksmiðjur út um allt sem menga loftið fáránlega mikið. Allt undir því yfirskyni að það þurfi á þessu að halda. Það er að sjálfsögðu kjaftæði, reykingarmenn eru allavega ekki svo arfa vitlausir að halda því fram að þetta sé einhver nauðsyn, þeir reykja bara af því að þeir vilja það.
Þrátt fyrir allt þetta þá er prump ekki sambærilegt óbeinum reykingum og þær eru vissulega skaðlegar. Auk þess verður ofnæmiskerfið ekkert sterkara við innöndun þungamálma og sýru. Hinsvegar ætti fólk að vera duglegt að fara með krakka út í náttúruna og leyfa þeim að drullumalla aðeins, ég er alveg sammála því. Það styrki ónæmiskerfið og dregur úr líkum á hvítblæði t.d. en varla kemur sígarettureykur í stað sandkassaleikja.