Það er skiljanlegt að fólk vilji halda slíkum upplýsingum fyrir sjálfa sig. Ég meina, hugi.is fær hvað…100þús heimsóknir á viku? Það er mikið af fólki.
Reyndu bara eftir helgi. Annars minnir mig að það sé viku uppsagnarfrestur ef þú er ekki búinn að vinna meira en 3 mánuði, einnig ef þú ert bara lausráðinn.
Ef þú ert hjá Eflingu, þá fer það eftir hvaða samning þú vinnur eftir. T.d. kíkti ég á samning Eflingar við Samtök atvinnulífsins og þar kemur fram að ef þú ert búinn að vinna í meira en 2 vikur hefur þú uppsagnarfrest 12 almanaksdaga. Þetta gæti verið mismunandi í öðrum samningum hjá Eflingu, þú verður bara að skoða þann sem á við hjá þér.
Þá verður hann að hafa skrifað undir samninginn. Nema það hafi farið fram munnlegur samningur. Það er enginn uppsagnarfrestur ef hann hefur ekki skrifað undir neitt. Hvernig gætu þeir “heimtað” að hann inni x-marga daga eftir að hann hættir, ef þeir hafa ekkert samkomulag í höndunum.
Ég sagði við verslunarstjórann að ég hætti og hann flippaði og sagði við mig að ég gæti ekki sagt upp og gengið bara út. Þess vegna hugsaði ég um þennan uppsagnafrest.
Það var nákvæmlega ENGINN samningur, munnlegur né skriflegur.
Uppsagnarfrestur gengur á báða bóga, þeir geta ekki sagt þér upp með engum fyrirvara og þess vegna væri fallega gert af þér að launa líku líkt og vinna út uppsagnarfrestinn þinn. Hins vegar geta þeir ekki neytt þig til þess. Það eina sem þeir geta gert er að neita að gefa þér meðmæli. Alla vega sé ég ekki betur en að þetta séu 12 dagar.
Það kemur fram í Eflingarsamningnum líka að það er ekki endilega gert ráð fyrir því að fólk skrifi undir ráðningarsamning fyrr en það er búið að vinna í 2 mánuði og hann er bara búinn að vinna í mánuð.
Það er nóg að það séu tekin af honum félagsgjöld til að hann sé í verkalýðsfélaginu sama þó hann hafi ekki skrifað undir neitt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..