Djöfull er ég pirraður á þessu skólakerfi. Ég skilaði verkefni (samansafn af flestum verkefnum sem við höfum gert í vetur) um daginn en það var ekki í réttu formi, í staðinn fyrir að handskrifa þetta þá gerði ég þetta í tölvu, prentaði þetta út og skilaði. En nei, ég var dreginn niður útaf því að það átti að HANDSKRIFA þetta. Ég spyr svo kennarann afhverju það skiptir einhverju máli hvort ég handskrifi þetta eða ekki, það væri hvort eð er þæginlegra að fá þetta svona prentað út, en hún gefur mér það svar að það hefði staðið á blaði sem við fengum og þannig er þetta bara. Við fengum þetta blað fyrir 3 mánuðum. Og þar sem ég er með ferðatölvu í tímum eins og margir aðrir, þá hefði ég þurft að skrifa þetta allt á blað og skila kennaranum.

Ekki nóg með þetta, en það er alltof erfitt að nálgast upplýsingar í þessum skóla og það þarf alltaf að nálgast allt í þessari “afgreiðslu” sem er aldrei opin þegar maður þarfnast einhvers.
Svo komst ég ekki í einn áfanga útaf því að ég tók ekki próf í öðrum áfanga (þurfti ekkert að ná prófinu, bara fara í það) og þegar ég spyr hvar maður getur nálgast upplýsingar um svona reglur, þá er mér sagt að það sé hvergi hægt. Hvernig á maður að vita svona smáatriði?

Svo var vinur minn felldur og fékk ekki að taka lokapróf útaf hann gleymdi að skila einu verkefni sem gildir 5% á lokaeinkun útaf hann var veikur…
Hann fékk svo að halda áfram eftir að það var búið að þræta um þetta í viku.

En nú er ég kominn í sumarfrí þannig að ég er ánægður með það.

—–

Svo þarf ég líka að nöldra útaf svona “chavs” eða “wiggers”: http://www.nofear.org/Archives/chavs_20050318_2.html
Þetta er örugglega versta sem hefur nokkurntíman komið fyrir. Allt fullt af þessu í Bretlandi. Og svo þegar ég fór í kringluna þá var allt fullt af svona litlum gaurum.
Svo er fólk að kvarta undan Emo gaurum, þetta er þúsund sinnum verra en Emo og Goth verða nokkurntíman. Maður fær ælu í hálsinn að sjá svona.

—–

Og svo þoli ég ekki fólk sem að segir eitthvað “steikt” og segir svo “hehe, ég er svo steiktur” eins og það sé eitthvað gott.
Fólk getur alveg bullað einhverja steypu sem getur verið fyndin, en svona “fljúgandi gúrkuhaus með kísilhár” er ekki fyndið og hvað þá hlæja að þessu sjálfur og segja “hehhee, ég er svo heimskur”.

Svo þoli ég ekki þegar fólk er að monta sig á því að hafa staðið sig ílla í skóla, það er alltílæ að standa sig ekkert of vel, en að vera að auglýsa það er hálvitaskapur.

Svo þoli ég ekki þegar fólk er að segja td. að aðrir séu nörd, sorglegir eða eitthvað útaf því að það gerir eitthvað, en finnst svo alltílæ að það situr sjálft borðandi allann daginn og horfir á sjónvarpið í 4 klst á dag.