Ok … Mér finnst nefnilega svo skrítið að ég hef heyrt nokkrum sinnum hérna á huga um krakka sem eru að fá einhver geðveik laun, sem ég hef aldrei heyrt um í neinni svona venjulegri sumarvinnu. En að fara á sjó er allt annað :P Ég öfundaði alltaf frænda minn af því að geta farið á sjó því hann fékk svo mikið fyrir það!
já, þetta borgar mjög vel, en þú þarft að fórna mjög miklu fyrir peninginn, ég meina, þú færð ekkert sumar :S þú ert bara vinna og sofa útá sjó allt sumarið, sumarið er einn skemmtilegasti tími ársins, en þarna missiru næstum alveg af því, löng fjarvera frá fjölskildu og vinum, öllu félagslífi, getur tekið mjög á andlega. ég mundi ekki sætt mig við neitt minni pening en maður fær í dag.
Systir mín er að vinna í fiskvinnslu (humri) og hún gerir nánast ekkert alla vikuna, nema hún fær frí á sunnudögum. Ég myndi aldrei fara í svona vinnu nema af því maður fær svo mikið fyrir það :P
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..