Ég labba bara um húsið og leita að þeim hlutum sem ég nota dagsdaglega + þeim sem maður gæti þurft að nota. T.d. er ágætt að taka með föt til skiptanna, föt sem henta veðurfari þar sem maður er að fara, handklæði, tannbursta, tannkrem, sjampó, rakdót, naglaklippur, verkjatöflur ef maður skyldi fá hausverk, magatöflur ef maður skyldi fá matareitrun, kreditkortið, vegabréfið. Held þetta sé svona það helsta. Kannski sólvörn líka ef maður er að fara í sólina. Fer líka eftir hvað maður ætlar að vera lengi og í hvaða tilgangi. Ef maður er að fara á hótel getur maður sleppt handklæðinu.
Annars lærir maður bara af reynslunni ef maður gleymir einhverju sem maður fattar að maður hefði átt að taka með eða þegar maður tekur með fullt af drasli sem maður þarf ekkert að nota. Ef þú pakkar vel ættir þú að sleppa með bara handfarangur fyrir ferð allt uppí mánuð og allt lengra en það ættirðu að sleppa með eina tösku.