Hvað meinarðu, getur sá sem leigir út húsnæði farið til löggu og fengið sakaskrá leigjanda síns? Ég held nú ekki. Ef hann vill sjá sakavottorð leigjanda síns, þá verður hann að biðja leigjandann að fara til löggu og fá afrit af því og sýna sér. Ég hef samt aldrei heyrt um að fólk sem leigir út húsnæði biðji um sakavottorð.
Ég held að þú sért að rugla eitthvað saman við hvað er þekkist í Bandaríkjunum þar sem sakaskrár eru oft á netinu, sérstaklega í sambandi við kynferðisafbrotamenn. Það gerðist fyrir stuttu í Bandaríkjunum að einhver geðbilaður ungur maður tók sér byssu í hönd og fór og drap 2 kynferðisafbrotamenn sem hann fann á netinu en drap sig svo sjálfan þegar löggan var að ná honum.
Það er til einn frægur kynferðisafbrotamaður á Íslandi og af og til fréttist hvar hann er til húsa, enda vita allir hvað maðurinn heitir og hvernig hann lítur út vegna þess að hann hefur oft verið í fjölmiðlum.
Með aðra, þá er það annað mál. Man t.d. einhver eftir sólbaðsstofuræningjanum sem var dæmdur fyrir 4 nauðganir auk þess að ræna sólbaðsstofuna? Hann er kominn út, veit einhver hvar hann á heima? Nú man ég hvað gaurinn hét en hann virðist hafa haft vit á að breyta um nafn vegna þess að hann finnst ekki í þjóðskrá. Get ég séð mynd af honum á netinu og hvað hann heitir núna og hvar hann á heima?