Tók mér bessaleyfi að nota textann frá Hátækni.
En þetta eintak er vikugamalt í dag og notkuninn á því er 3 klukkutímar
Archos AV500 er einn sá skemmtilegasti sem komið hefur frá Archos. Þessi útfærsla er með innbyggt 30 GB minni.
Archos AV500 er með frábæran 4 tommu 262.000 lita LCD skjá með 480 x 272 pixla upplausn með myndgæðum sem hafa ekki sést áður.
Mögulegt er að taka upp beint úr sjónvarpinu á þennan spilara og færa síðan efnið yfir í tölvu eða horfa á það á innbyggða skjánum. Einnig er hægt að hlusta á MP3-tónlist í þessum spilara og horfa á myndskeið á MPEG-4, AVI og WMV sniðmátunum í allt að 720x480 upplausn.
Mjög auðvelt er að tengja AV500 við tölvu og styður bæði Gengur á PC og Mac með USB 2.0. Einnig er hægt að tengja t.d. stafrænu myndavélina sína beint við Archos AV500 og tæma myndirnar sínar beint yfir í spilarann eða þá að maður tengir USB-minnislykilinn sinn eða MP3-spilara og færir gögn á milli.
Leiðarvísir, fullkomin fjarstýring og tengisnúrur fylgja með.
Kostar í Hátækni 59.990
Ég er að selja minn vikugamlann á 50.000 eða besta tilboði!